SKÓLAHEILSUGÆSLA

Skólahjúkrunarfræðingur Flóaskóla er
 
Íris Alma Össurardóttir
Netfang: floaskoli@hsu.is  

Viðtalstímar eru eftir samkomulagi.

 

Meginmarkmið skólaheilsugæslu

er að stuðla að því að börn fái að vaxa, þroskast og stunda nám sitt við bestu andlegu, líkamlegu og félagslegu skilyrði sem völ er á.

Heilsugæsla skólabarna er framhald af ung- og smábarnavernd og leitast er við að efla heilbrigði nemenda og stuðla að vellíðan þeirra.

Starfsfólk skólaheilsugæslu vinnur í náinni samvinnu við foreldra/forráðamenn, skólastjórnendur, kennara og aðra sem koma að málefnum nemenda.

Farið er með allar upplýsingar sem trúnaðarmál.

Ólíkt öðru starfsfólki skólans er skólahjúkrunarfræðingur starfsmaður Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og getur því verið kallaður þangað fyrirvaralaust.

 

Ábyrgð skólahjúkrunarfræðings

Skólahjúkrunarfræðingur ber ábyrgð á skólahjúkrun í þeim skóla sem hann starfar við. Hann vinnur samkvæmt lögum, reglugerðum og tilmælum er varða starf hans.

 

Reglubundnar skoðanir og bólusetningar

1. bekkur Sjónpróf, hæðarmæling og þyngdarmæling. Börnum sem ekki hafa farið í 4 ára skoðun, er vísað til heilsugæslustöðvar.

4. bekkur Sjónpróf, hæðarmæling og þyngdarmæling .

7. bekkur Sjónpróf, hæðarmæling, þyngdmæling og athugun á litaskyni. Bólusett gegn mislingum, rauðum hundum og hettusótt (ein sprauta) fyrir alla nemendur og bólusett gegn leghálskrabbameini (tvær sprautur með sex mánaða millibili) fyrir stúlkur.

9. bekkur Sjónpróf, hæðarmæling og þyngdarmæling. Bólusett gegn mænusótt, barnaveiki, kíghósta og stífkrampa (ein sprauta) fyrir alla nemendur.

Nemendur í öðrum árgöngum eru skoðaðir ef ástæða þykir til.

Skólaheilsugæsla fylgist einnig með því að börn hafi fengið þær bólusetningar sem tilmæli Landlæknis segja til um. Ef börn hafa ekki fengið fullnægjandi bólusetningar verður haft samband við foreldra.

Fræðsla/heilbrigðishvatning/forvarnir

Skólaheilsugæsla sinnir skipulagðri heilbrigðisfræðslu og hvetur til heilbrigðra lífshátta. 

Öll tækifæri sem gefast eru nýtt til að fræða nemendur og vekja þau til umhugsunar og ábyrgðar á eigin heilbrigði. Innihald fræðslunnar fer eftir aldri barnanna en miðast fræðslan ávallt út frá 6 H heilsunnar sem eru hollusta, hreyfing, hreinlæti, hamingja, hugrekki og hvíld.

Foreldrar geta leitað eftir ráðgjöf skólaheilsugæslunnar varðandi vellíðan, andlegt, líkamlegt og félagslegt heilbrigði barnsins.

Áfallahjálp

Ef áföll eða veikindi verða í fjölskyldu barnsins er æskilegt að láta hjúkrunarfræðing vita svo og umsjónarkennara og skólastjórnendur.

Slys og veikindi

Veitt er fyrsta hjálp í skólanum og minniháttar slysum sinnt. Slasist barn í skólanum er unnið samkvæmt gildandi neyðaráætlun skólans um viðbrögð við slysi. Áætlunin gerir ráð fyrir tafarlausu útkalli neyðarbíls í alvarlegum tilfellum og að umsvifalaust sé haft samband við foreldra. Þegar hjúkrunarfræðingur er staddur í skólanum annast hann bráðahjálp og hefur samband við foreldra. Þurfi barn að fara á heilsugæslustöð eða slysa- og bráðamóttöku, er æskilegt að foreldri fylgi því.

Mikilvægt er að skólinn hafi öll símanúmer sem hægt er að ná í foreldra á skólatíma barnsins. 

Ekki er ætlast til að óhöppum sem gerast utan skólatíma sé sinnt í skólanum.

Ef barn er með greindan alvarlegan sjúkdóm sem getur stefnt heilsu/lífi þess í bráða hættu er nauðsynlegt að skólaheilsugæsla viti af því. Hér er átt við sjúkdóma eins og t.d.sykursýki, ofnæmi, flogaveiki og blæðingarsjúkdóma.

Lyfjagjafir

Samkvæmt fyrirmælum Landlæknisembættisins eru sérstakar vinnureglur varðandi lyfjagjafir til nemenda á skólatíma. Þar kemur meðal annars fram að skólabörn skulu ekki fá önnur lyf í skólanum en þau sem hafa verið ávísuð af lækni. Í engum tilvikum getur barn borið ábyrgð á lyfjatökunni, ábyrgðin er foreldra.  Börn skulu ekki hafa nein lyf undir höndum í skólanum nema í algjörum undantekningartilvikum og eiga þá foreldrar/forráðamenn þeirra barna sem þurfa að taka lyf á skólatíma að hafa samband við skólaheilsugæslu sem skipuleggur lyfjagjafir á skólatíma. Ekki eru gefin verkjalyf í skólanum. Foreldrar eru beðnir um að hafa það í huga og gera viðeigandi ráðstafanir sé þörf á því.

Lús

Lúsin er lífseig og skýtur alltaf reglulega upp kollinum yfir skólaárið og því mikilvægt að foreldrar kembi hár barna sinna reglulega, t.d. vikulega.

Til þess að ráða niðurlögum hennar er nauðsynlegt að meðhöndla málið ekki sem feimnismál. Það er ekki hlutverk skólahjúkrunarfræðinga að kemba hár barna. Hlutverk þeirra er að fyrirbyggja lús, ráðleggja, styrkja og leiðbeina þegar lús greinist hjá barni. Það er foreldra/forráðamanna að sjá um að fylgjast með hári barna sinna og meðhöndla ef lús greinist. Finnist eitthvað athugavert er mikilvægt að tilkynna skólanum það tafarlaust (hjúkrunarfræðingur/ritari/kennari) þar sem öll lúsatilfelli eru tilkynningarskyld til landlæknis. Einnig er mikilvægt að láta þá vita sem barnið umgengst mest.

Komi upp lús í árgangi er sendur tölvupóstur til allra foreldra í þeim árgangi og kembiáætlun sett í gang. Mjög mikilvægt er að fylgja þessari áætlun, því öðruvísi tekst ekki að útrýma lúsinni. Börnum í öðrum árgöngum er ekki gert viðvart, nema sérstök ástæða þyki til. Hjúkrunarfræðingur heldur skrá yfir lúsatilfelli og er þess gætt að nafn barnsins sem smitaðist komi hvergi fram.

Svipaðar reglur gilda um njálg og kláðamaur.

Svefn, nesti og skjólfatnaður

Reglulegur og nægjanlegur svefn er mikilvægur fyrir heilsu og þroska barna. Börn þurfa að sofa 10 – 12 klst. á nóttu. Skóladagur nemenda er langur, mikilvægt er að borða reglulega og hafa með sér hollt og gott nesti. Einnig er nauðsynlegt að nemendur séu í góðum skjólfatnaði og með húfu og vettlinga.

Útivistartími

Að gefnu tilefni viljum við vekja athygli á því að í 92. gr barnaverndarlaga nr. 80/2002 er fjallað um ÚTIVISTARTÍMA BARNA. Þar segir:

  • Börn, 12 ára og yngri, mega ekki vera á almannafæri eftir klukkan 20.00 nema í fylgd með fullorðnum.

  • Börn, sem eru á aldrinum 13 til 16 ára, skulu ekki vera á almannafæri eftir klukkan 22.00, enda séu þau ekki á heimferð frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu.

  • Á tímabilinu 1. maí til 1. september lengist útivistartími barna um tvær klukkustundir, þ.e. til 22.00 fyrir 12 ára og yngri en til 24.00 fyrir 13 til 16 ára.

  • Aldursmörk þessa ákvæðis miðast við fæðingarár en ekki fæðingardag.

Ábyrgð skólahjúkrunarfræðings

Skólahjúkrunarfræðingur ber ábyrgð á skólahjúkrun í þeim skóla sem hann starfar við. Hann vinnur samkvæmt lögum, reglugerðum og tilmælum er varða starf hans.

 

Reglubundnar skoðanir og bólusetningar

1. bekkur Sjónpróf, hæðarmæling og þyngdarmæling. Börnum sem ekki hafa farið í 4 ára skoðun, er vísað til heilsugæslustöðvar.

4. bekkur Sjónpróf, hæðarmæling og þyngdarmæling .

7. bekkur Sjónpróf, hæðarmæling, þyngdmæling og athugun á litaskyni. Bólusett gegn mislingum, rauðum hundum og hettusótt (ein sprauta) fyrir alla nemendur og bólusett gegn leghálskrabbameini (tvær sprautur með sex mánaða millibili) fyrir stúlkur.

9. bekkur Sjónpróf, hæðarmæling og þyngdarmæling. Bólusett gegn mænusótt, barnaveiki, kíghósta og stífkrampa (ein sprauta) fyrir alla nemendur.

Nemendur í öðrum árgöngum eru skoðaðir ef ástæða þykir til.

Skólaheilsugæsla fylgist einnig með því að börn hafi fengið þær bólusetningar sem tilmæli Landlæknis segja til um. Ef börn hafa ekki fengið fullnægjandi bólusetningar verður haft samband við foreldra.

Fræðsla/heilbrigðishvatning/forvarnir

Skólaheilsugæsla sinnir skipulagðri heilbrigðisfræðslu og hvetur til heilbrigðra lífshátta. 

Öll tækifæri sem gefast eru nýtt til að fræða nemendur og vekja þau til umhugsunar og ábyrgðar á eigin heilbrigði. Innihald fræðslunnar fer eftir aldri barnanna en miðast fræðslan ávallt út frá 6 H heilsunnar sem eru hollusta, hreyfing, hreinlæti, hamingja, hugrekki og hvíld.

Foreldrar geta leitað eftir ráðgjöf skólaheilsugæslunnar varðandi vellíðan, andlegt, líkamlegt og félagslegt heilbrigði barnsins.

Áfallahjálp

Ef áföll eða veikindi verða í fjölskyldu barnsins er æskilegt að láta hjúkrunarfræðing vita svo og umsjónarkennara og skólastjórnendur.

Slys og veikindi

Veitt er fyrsta hjálp í skólanum og minniháttar slysum sinnt. Slasist barn í skólanum er unnið samkvæmt gildandi neyðaráætlun skólans um viðbrögð við slysi. Áætlunin gerir ráð fyrir tafarlausu útkalli neyðarbíls í alvarlegum tilfellum og að umsvifalaust sé haft samband við foreldra. Þegar hjúkrunarfræðingur er staddur í skólanum annast hann bráðahjálp og hefur samband við foreldra. Þurfi barn að fara á heilsugæslustöð eða slysa- og bráðamóttöku, er æskilegt að foreldri fylgi því.

Mikilvægt er að skólinn hafi öll símanúmer sem hægt er að ná í foreldra á skólatíma barnsins. 

Ekki er ætlast til að óhöppum sem gerast utan skólatíma sé sinnt í skólanum.

Ef barn er með greindan alvarlegan sjúkdóm sem getur stefnt heilsu/lífi þess í bráða hættu er nauðsynlegt að skólaheilsugæsla viti af því. Hér er átt við sjúkdóma eins og t.d.sykursýki, ofnæmi, flogaveiki og blæðingarsjúkdóma.

Lyfjagjafir

Samkvæmt fyrirmælum Landlæknisembættisins eru sérstakar vinnureglur varðandi lyfjagjafir til nemenda á skólatíma. Þar kemur meðal annars fram að skólabörn skulu ekki fá önnur lyf í skólanum en þau sem hafa verið ávísuð af lækni. Í engum tilvikum getur barn borið ábyrgð á lyfjatökunni, ábyrgðin er foreldra.  Börn skulu ekki hafa nein lyf undir höndum í skólanum nema í algjörum undantekningartilvikum og eiga þá foreldrar/forráðamenn þeirra barna sem þurfa að taka lyf á skólatíma að hafa samband við skólaheilsugæslu sem skipuleggur lyfjagjafir á skólatíma. Ekki eru gefin verkjalyf í skólanum. Foreldrar eru beðnir um að hafa það í huga og gera viðeigandi ráðstafanir sé þörf á því.

Lús

Lúsin er lífseig og skýtur alltaf reglulega upp kollinum yfir skólaárið og því mikilvægt að foreldrar kembi hár barna sinna reglulega, t.d. vikulega.

Til þess að ráða niðurlögum hennar er nauðsynlegt að meðhöndla málið ekki sem feimnismál. Það er ekki hlutverk skólahjúkrunarfræðinga að kemba hár barna. Hlutverk þeirra er að fyrirbyggja lús, ráðleggja, styrkja og leiðbeina þegar lús greinist hjá barni. Það er foreldra/forráðamanna að sjá um að fylgjast með hári barna sinna og meðhöndla ef lús greinist. Finnist eitthvað athugavert er mikilvægt að tilkynna skólanum það tafarlaust (hjúkrunarfræðingur/ritari/kennari) þar sem öll lúsatilfelli eru tilkynningarskyld til landlæknis. Einnig er mikilvægt að láta þá vita sem barnið umgengst mest.

Komi upp lús í árgangi er sendur tölvupóstur til allra foreldra í þeim árgangi og kembiáætlun sett í gang. Mjög mikilvægt er að fylgja þessari áætlun, því öðruvísi tekst ekki að útrýma lúsinni. Börnum í öðrum árgöngum er ekki gert viðvart, nema sérstök ástæða þyki til. Hjúkrunarfræðingur heldur skrá yfir lúsatilfelli og er þess gætt að nafn barnsins sem smitaðist komi hvergi fram.

Svipaðar reglur gilda um njálg og kláðamaur.

Svefn, nesti og skjólfatnaður

Reglulegur og nægjanlegur svefn er mikilvægur fyrir heilsu og þroska barna. Börn þurfa að sofa 10 – 12 klst. á nóttu. Skóladagur nemenda er langur, mikilvægt er að borða reglulega og hafa með sér hollt og gott nesti. Einnig er nauðsynlegt að nemendur séu í góðum skjólfatnaði og með húfu og vettlinga.

Útivistartími

Að gefnu tilefni viljum við vekja athygli á því að í 92. gr barnaverndarlaga nr. 80/2002 er fjallað um ÚTIVISTARTÍMA BARNA. Þar segir:

  • Börn, 12 ára og yngri, mega ekki vera á almannafæri eftir klukkan 20.00 nema í fylgd með fullorðnum.

  • Börn, sem eru á aldrinum 13 til 16 ára, skulu ekki vera á almannafæri eftir klukkan 22.00, enda séu þau ekki á heimferð frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu.

  • Á tímabilinu 1. maí til 1. september lengist útivistartími barna um tvær klukkustundir, þ.e. til 22.00 fyrir 12 ára og yngri en til 24.00 fyrir 13 til 16 ára.

  • Aldursmörk þessa ákvæðis miðast við fæðingarár en ekki fæðingardag.

Frekari upplýsingar um skólaheilsugæslu er hægt að nálgast: 

Í Flóaskóla

alla daga frá 8:00 - 16:00

486-3460

floaskoli@floaskoli.is

Hér getur þú sent hjúkrunarfræðingi skilaboð 

Stoðþjónusta skólans hefur meðtekið skilaboðin