FLÓASKÓLI

HUGUR-HJARTA-HÖND

Lógó Flóaskóla.JPG

Flýtileiðir

Fréttir

25.01.21

Kennarar Tónlistarskóla Árnesinga skiptast á að heimsækja alla nemendur í 2. bekk í grunnskólum sýslunnar með hljóðfærakynningar. Hver bekkur fær fimm heimsóknir yfir veturinn þar sem nemendum eru kynntir mismunandi hljóðfæraflokkar. Í hverri kynningu fá nemendur sögubrot, upplýsingar um hvernig hljóðfærin virka, heyra leikin lög og að auki eru sungin þrjú lög sem fylgja öllum hljóðfærakynningum vetrarins. Í síðustu viku fengu nemendur í Flóaskóla kynningu á strengjahljóðfærunum fiðlu, víólu, selló og kontrabassa.

23.11.20

Frá og með 23. nóvember er skólastarf aftur með hefðbundum hætti samkvæmt stundaskrá frá kl. 8:10 – 14:00 alla daga.

Nýjar sóttvarnarreglur sem settar voru 18. nóvember hafa þó einhver áhrif á skipulagið yfir skóladaginn þar sem enn eru í gildi reglur um tveggja metra fjarlægð sem gilda um starfsmenn og nemendur í 8. – 10. bekk. Auk þess eru reglur er varða fjölda í hverju rými og mega nemendur í 1. – 4. bekk vera allt að 50 saman í rými en í 5. – 10. bekk er miðað við 25 nemendur. Af þeim sökum hefur nemendum verið skipt í minni hópa í mötuneytinu og raðað niður á svæði/borð því lengir þetta og breytir skipulagi í kringum hádegismatinn.

Reglur um notkun á andlitsgrímum í skólabílum hafa verið í samræmi við reglur um almenningssamgöngur og hópferðabíla. Við höldum sömu reglum áfram, þ.e. allir nemendur skulu vera með grímur, þar til annað verður ákveðið.

03.11.20

Vegna hertra sóttvarnaraðgerða verður skólastarf í Flóaskóla ekki með hefðbundum hætti dagana 4. -17. nóvember.

Sjá nánar.

27.10.20

Skólinn fékk að gjöf þessa skemmtilegu bók frá henni Ronju Sif, en hún er nemandi í 4 bekk. Bókin hefur að geyma litríkar sögur af fjölbreytileikanum og er þar á meðal sögð saga Ronju. Við hvetjum alla til að kynna sér þessa frábæru bók.